top of page
Nýlegar færslur

Skólaárið 2016-2017 er hafið

Á miðvikudaginn mætti flottur hópur úr 10. bekk Árbæjarskóla í sína fyrstu kennslustund í Iðnum og tækni skólaárið 2016-2017.

Iðnir og tækni er samstarfsverkefni OR samstæðunnar og Árbæjarskóla sem var ýtt úr vör haustið 2015. Verkefnið hefur það markmið að vekja áhuga nemenda á iðn- og tæknistörfum og kynna þeim þau fjölbreyttu störf og starfstækifæri sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða.

Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum. Margir starfsmenn Veitna, Gagnaveitunnar, Orku náttúrunnar og Orkuveitu Reykjavíkur munu koma að kennslunni í vetur og miðla efninu af áhuga og þekkingu líkt og í fyrra.


bottom of page