top of page

Um Iðnir & tækni

Kynning á iðn- og tæknistörfum, ætluð nemendum í 10. bekk Árbæjarskóla.

 

Valáfanganum Iðnum og tækni er ætlað að vekja áhuga nemandans á iðn- og tæknistörfum og kynna honum þau fjölbreyttu störf og starfstækifæri sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða. Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum.

 

Námið fer fram hjá Orkuveitunni og þeir sem halda utan um áfangann eru iðn- og tæknimenntað starfsfólk Orkuveitunnar ásamt kennara frá Árbæjarskóla. Skilyrði fyrir þátttöku er góð skólasókn í 8. og 9. bekk. Kennslan fer fram í fjórum kennslustundum aðra hvora viku allan veturinn á miðvikudögum og telst valið því 2 kennslustundir á viku. 

 

Hæfniviðmið       
  • Að kynna nemendum þau fjölbreyttu tækifæri sem liggja í iðn- og tæknigreinum

  • Að nemendur fá innsýn inn í iðn- og tæknistörf

  • Að nemendur fræðist um lífæðar samfélagsins (vatn, rafmagn, fráveita)

  • Að nemendur öðlist frekari þekkingu á umhverfismálum sem snúa að auðlindum 

  • Að nemendur upplifi hvernig er að vinna við iðn- og tæknistörf

 

Námsþættir

Námið er fjölbreytt og er bæði verklegt og bóklegt og miðar að því að tengjast atvinnulífinu.  Námið fer fram í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi 1. Farið verður í vettvangsferðir og verður heimasíða og samfélagsmiðlar nýttir til að koma efninu frá sér (dagbók, viðtöl, video, ljósmyndir o.fl.) 

 

bottom of page